Þórsmörk

 

Þórsmörk er ein af perlum íslenskrar náttúru. Dalurinn er umvafinn jöklum og fjöllum með skornum giljum með lækjum og ám og grónum brekkum og birkiskógi víða.

Staðurinn bíður upp á endalausa möguleika til útiveru þar sem gönguleiðir eru víða og útsýnisstaðir einsstakir.Tilvalið er að fara í dagsferð í Þórsmörk og auðvelt jafnt sumar sem vetur að fá far með rútu eða jeppa í mörkina.

Þórsmörk er líka byrjun eða endir á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls frá Skógum. Eins enda flestir Laugavegsgöngu sína í Húsadal í Þórsmörk. Eyvindarholt er frábær staður til að hefja eða enda gönguna yfir Fimmvörðuháls eða Laugaveginn. 

Við mælum með Stakkholtsgjá, Valanhnjúk, Réttarfelli ef þú leggur leið þína í Þórsmörk. 

Leiðarlýsing frá Eyvindarholt Hill House og Cabins

Ekki er ráðlegt að fara inn í Þórsmörk nema á vel búnum jeppa og vera nokkuð örugg/ur á hvernig best er að fara yfir árnar á leiðinni inn í Þórsmörk. Hægt er að fara inn í Þórsmörk með rútu eða jeppa. Ef þið viljið upplýsingar um slíkar ferðir þá geti þið haft samband við okkur á [email protected]

Staðseting: GPS: 63° 41.074' -19° 30.738' (Langidalur)

Erfiðleiki: Best er að fara í Þórsmörk með áætlun jeppa eða rútu

Gönguleiðir: Þórsmörk bíður upp á endalausa möguleika á afþreyingu og gönguleiðum

Kort:

 

 

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top