Kvernufoss

 

Kvernufoss eða (Kvarnarhólsárfoss) er í ánni Kvernu (Kvarnarhólsá), en áin fellur fram Skógaheiði skammt austan við Skóga. Áin á upptök sín í miðri Skógaheiði á milli Skógár og Dölu. Meginvatn árinnar kemur úr lindum nokkuð framarlega í Skógaheiði en hluti af vatni árinnar kemur úr Laufatunguá sem á upptök sín uppi undir Kambfjöllum.

Á milli Kvernu og Laufatunguár nefnast Laufatungur. Kvernufoss er framarlega í Kvernugili, inni í hamradal þar sem móbergs- og kubbabergsklettar mynda fagran fjallasal um fossinn sem fellur í tveim þröngum raufum fram af klettunum í einni bunu. Fossinn er um það bil 30 metra hár.

Eitt af því sem gerir fossinn sérstæðan er að hægt er að ganga bak við hann og njóta hans að innanverðu sem ekki er mjög algengt um fossa. Umhverfi fossins er fallegir klettar og grónar brekkur sem gefa fossinum þægilegan svip. Úr hylnum við fossinn rennur áin áfram gilið og sameinast Skógá vestur við Drangshlíðarfjall. Auðveld ganga er að fossinum.

Leiðarlýsing frá Eyvindarholt Hill House og Cabins

Ekið niður á þjóðveg og þar er beygt til austurs og ekið áleiðis að Skógum. Þar er best að aka að Skógasafni og leggja fyrir sunnan Samgöngusafnið. Þaðan þarf að ganga að Kvernu og inn gilið, gönguleiðin er að mestu greið og tekur um 20 mínútur aðra leið.

Staðsetning: GPS: 63° 31.730' -19° 28.827'

Erfiðleiki: Auðvelt

Vegalengd (aðra leið): Um 700 m

Áætlaður göngutími aðra leið: 20 til 30 mín.

Kort:

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top