Stóra-Dímon

 

Stóra-Dímon eða Stóri-Dímon er fell eða fjall á Markarfljótsaurum í minni dalsins sem leiðir okkur inn í Þórsmörk. Stóri-Dímón er áberandi þegar ekið er í gagnum Landeyjar og setur sterkan svip á landslagið með Fljótshlíðaina í bakgrunni.

Fjallið er um 120 metra hátt og útsýnið þaðan er alveg magnað. Þori að fullyrða að fá fjöll af þessari hæð skarta jafn fögru útsýni og Stóri-Dímon. 

Bílastæði er fyrir sunnan Dímon og er göngustígur greinilgur þegar að er komið skammt frá er upplýsingaskilti með upplýsingum úr Njálssögu en Rauðuskriður spiluðu hlutverk í Njálu.

Af toppnum á Stóra-Dímon sést til toppsins á Heklu og Tindfjallajökuls og til austurs Þórsmörk, Mýrdalsjökull og austur barmur Kötlu öskjunnar. Ögn sunnar er það Eyjafjallajökull í allri sinni dýrð og loks til suðurs Landeyjar, Markarfljótsaurar sem nú eru að mestu upp grónir og Vestmannaeyjar úti fyrir ströndinni. 

Skammt frá Stóra-Dímon er síðan ein náttúruperla Fljótshlíðinga Gluggafoss, gaman er að aka Fljótshíðarveg til vesturs að Hvolsvelli. 

Einfalt er að aka frá Eyvindaholti að Stóra-Dímon, best er að fara niður á þjóðveg og beygja til hægri aka í um 5 mín á þjóðvegninum að afleggjara Dímonarvegar númer 250 beygja til hægri og aka sem leið liggur að Dímon.

Litli-Dímon er skammt frá Eyvindarholti stendur við gömlu Markarfljótsbrúnna sem byggð var 1933. Auðvelt er að ganga upp á hann frá Eyvindarholti. 

Leiðarlýsing frá Eyvindarholti Hill House og Cabins að Stóra-Dímon

Ef fólk vill ganga þá er hægt að ganga frá Eyvindarholti yfir Gömlu Markarljótsbrúna að Dímon. Það tekur um 1 klukkustund aðra leið og er skemmtileg ganga. Ef fólk vill fara á bíl þá þarf að keyra niður á þjóðveg og beygja til vesturs og síðan inn á Dímonarveg númer 250. 

Stór-Dímon staðsetning: GPS: 63° 40.484' -19° 56.793'

Erfiðleiki: Auðvelt

Lengd gönguleiðar: Um 900 metrar í heildina, hækkun/lækkun um 120 metrar.

Áætlaður göngutími: 20 til 30 mín.

 

Kort:

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top