Dyrhólaey

 

Dyrhólaey er framvörður Íslands í suðri, þó svo að Kötlutangi hafi haft það hlutverk eftir eldgosið í Kötlu árið 1918 þá hefur Dyrhólaey tekið aftur við því hlutverki.

Dyrhólaey er sérstök náttúrusmíði, líkt og flest fjöll í Mýrdal og undir Eyjafjöllum er Dyrhólaley að mestu úr Móbergi og hefur væntanlega myndast við eldgos undir jökli á sínum tíma. Að því loknu töku náttúruöflin við að móta eyjuna og er eyjan vafalaust þekktus fyrir dyrnar eða gatið sem teygir sig í sjó fram.

Nokkuð er af klettum og skerjum úti fyrir Dyrholaey og eru þeir og eyjan sjálf bústaður sjófugla yfir sumartíman. Þar er lundinn fremstur í flokki. 

Dyrhólaey skiptist í tvo hluta ef svo má segja há-eyjuna þar sem vitinn sem var reistur árið 1910. Þaðan er frabært útsýni til austurs yfir að Reynisfjalli, Reynisdröngum og Reynisfjöru. Til vesturs má sjá yfir Mýrdalinn að Pétursey og vestur til Eyjafjalla og Eyjafjallajökuls. 

Á lægri hluta Dyrhólaeyjar er salernisaðstaða og flott útsýni yfir Kirkjufjöru og Dyrhólaós. 

Það þarf að fara varlega og virða boð og bönn í Dyrhólaey. Það er varasamt að fara of nálægt brúninni þar sem hún getur verið laus í sér. Eins er eyjan lokuð snemm sumars þegar varp stendur yfir hjá æðarfugli og kríu. 

Lýðarlýsing frá Eyvindarholti Hill House og Cabins

Dyrhólaey er um 58 kílómetrum austan við Eyvindarholt. Beygt er inn á Dyrhólaeyjarveg númer 218 við bæinn Litla-Hvamm í Mýrdal. 

 

Staðsetning: GPS: 63° 24.246' -19° 06.367'

Erfiðleiki: Auðvelt

Vegalengd: Það þarf ekki að ganga langt þar sem það eru bæði bílastæði við vitann og síðan við þjónustuhúsið. En það getur verið skemmtilegt að ganga þar á milli en það er um 3 kílómetra gangur þar á milli. 

Tími: Það er ágætt að áætla 30 mínútur til 1 klukkustund ef þú ætlar að heimsækja Dyrhólaey.

Kort (bílastæði við þjónustuhús)

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top