Flugvélarflakið á Sólheimasandi

 

Flugvélaflakið á Sólheimasandi hefur verið á sandinum frá því 1973. En það var þá sem vélinni var nauðlent í fjörunni eftir að hafa glímt við vélarbilun á leið sinni frá Höfn í Hornafirði til Keflavíkur. Vélin var síðan dregin upp á sandinn þar sem hún er í dag og tekið úr henni það sem hægt var að nota. Flugvélarflakið var síðan lítt þekkt og hrafninn sem átti laup í stjórnklefanum fékk að vera þar í friði og ró.

Það var síðan upp úr aldamótunum 2000 sem flakið varð vinsælla og hefur á síðustu árum orðið einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á landinu. Það má að einhverju leiti rekja til heimsókna kvikmyndastjarna og poppgoða eins og Justin Bieber sem bjó til myndband við lagið sitt I’ll Show You þar sem hann renndi sér á hjólabretti upp á flugvélaflakinu. Þá var myndband við lagið Gerua með Bollywood stjörnunum Shan Rukh Khan og Kajol tekið við flugvélaflakið.

Leiðarlýsing frá Eyvindarholti Hill House og Cabins

Það er rúmlega hálftíma akstur frá Eyvindarholti að bílastæðinu að flugvélarflakinu fyrir austan Jökulsár á Sólheimasandi. Stæðið er rúmgott og þaðan er hægt að ganga niður að flakinu. Gangan er um 4 kílómetrar og má áætla um 3 klukkustundir í heildina. Leiðinn er löng og því þarf að huga að útbúnaði, klæða sig vel og vera við öllu búin.

Fyrirtækið Arcanum hefur boðið upp á rútuferðið niður að flugvélafakinu.

 

Staðsetning á bílastæði: GPS: 63° 29.458' -19° 21.929' (Flugvélaflakið 63° 27.443' -19° 22.137')

Erfiðleiki: Miðlungs

Vegalengd (aðra leið): Um 4 km

Áætlaður göngutími: Það má áætla að gangan frá bílastæðinu taki um 45 til 60 mínútur. Þannig að með öllu má áætla að ferðin fram og til baka með stoppi við flugvélaflakið sé um það bil 3 klukkustundir. 4

Kort (bílastæði):

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top