Afþreying

 

Svæðið bíður upp á marga möguleika til afþreyingar. Fjölmargir möguleikar til göngu eða haupa eru í og við Eyvindarholt. Eins eru skemmtilegar hjólaleiðir á svæðinu. Finna má kort með hugmyndum af göngu og hlaupaleiðum hér fyrir neðan. 

Á svæðinu eru líka öflug afþreyingafyrirtæki. Má þar nefna Southcoast Adventure sem er með bækistöðvar 5 kílómetra frá Eyvindarholti. Fyrirtækið bíður upp á snjósleðaferðir á Eyjafjallajökul, Jeppaferðir inn í Þórsmörk eða upp á jökul og Buggy ævintýri ásamt fleiri ferðum.

Arcanum Fjallaleiðsögumenn eru með bækistöðvar í Mýrdal og bíður það fyrirtæki upp á snjósleðaferðir, fjórhjólaferðir, kajakferðir, jöklagöngu og ísklifur. 

Midgard er afþreyingafyrirtæki á Hvolsvelli sem bíður upp á fjölbreyttar ævintýraferðir. 

Zip Line er skemmtilegur möguleiki þar sem gengið er í gegnum fallegt gil í Vík ásamt því að renna sér eftir þremur skemmtilegum zip línum.

Hér má finna heimasíður þessara fyrirtækja hér fyrir neðan:

Southcoast Adventure - bækistöð við Gljúfarbúa 5 kílómetra frá Eyvindarholti

Skálakot Hestaferðir - bækistöð í Skálakoti um 15 kílómetra frá Eyvinarholti

Arcanum Fjallaleiðsögumenn - bækistöð Ytri Sólheimar um 38 kílómetrar frá Eyvindarholti 

Midgard Adventure - bækistöð á Hvolsvelli um 25 kílómetra frá Eyvidarholti

Zip Line - Bækistöð í Vík í Mýrdal um 60 kílómetra frá Eyvindarholti

 

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top