Húsið á hæðinni

Húsið á hæðinni í Eyvindarholti er rúmgott 5 svefnbergja hús. 4 svefnherbergi eru með tveim einföldum rúmu of eitt herbergi með hjónarúmi. Herbergin eru nokkuð rúmgóð og er spegill og fataslá í hverju herbergi. 

Það eru tvo fullbúin baðherbergi í húsinu bæði með góðum sturtum.

Eldhúsið er fullbúið með helluborði, ískáp með frysti, og tveim ofnum. Kaffivél, brauðrist, hraðsuðuketill og uppþvottavél. Borðbúnaður fyrir 10 manns og 10 manns geta setið við stækkanlegt borðstofuborð.

Einnig er barborð með þremur stólum við gluggan með útsýni til suðurs. 

Þvottaherbergi með þvottavél, þurrkara og þurrkgrind. 

Stofan er rúmgóð með stórum gluggum sem snúa í vestur með frábæru útsýni yfir Markarfljót, Stóra-Dímon, Fljótshlíð og Tindfjallajökul. Í stofunni er sófi stólar og sófaborð. 

Stórt sjónvarp er í stofunni ásamt blutooth hátölurum og rúmgóðum sjónvarpssófa. 

Ljósleiðaratenging er í húsinu þannig að internetið hratt og gott. Gólfhiti

Húsið er frábært fyrir vinahópa og fjölskyldur sem vilja njóta samvistar í rúmgóðu og vel búnu húsi. 

 

Hér má sjá nokkrar myndir úr húsinu:

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top