Reynisfjara

 

Reynisfjara er einn af vinsælli ferðamannastöðum á landinu, enda gaman að koma þar. Svarta fjarann er einkenni suðurstrandarinnar á Íslandi, Reynisfjall teygir sig í sjó fram við Reynisfjöru. Það er að mestu byggt upp af Móbergi en með einstaka hraunlögum á milli.

Neðst við Reynisfjöru eru fallegar stuðlabergs myndanir og fallegur hellir. Fyrir utan ströndina má sjá Reynisdranga semru eru um 60 metra háir drangar sem standa upp úr sjónum. Ef horft er til vesturs blasir Dyrhólaey við og Dyrhólaós.

Reynisfjara er falleg eins og áður segir en getur líka verið varasöm, þar sem brimið þar getur verið hættulegt ef menn gæta sín ekki. Eins hefur hrunið úr klettunum fyrir ofan fjöruna. Þannig að aðgát skal höfð.

Veitingastaðurinn Svarta Fjaran er í Reynisfjöru og þar er hægt að gæða sér á mat og drykk. Staðurinn er þekktur fyrir frábæra rófusúpu þar sem uppistaðan eru rófur ræktaðar í Þórisholti í Reynishverfi.Reynisfjara is the most famous black beach in Iceland. It is located nearby Vík town in South Iceland. 

Einnig er gaman að virða fyrir sér fuglalífið á svæðinu yfir sumartímann.

Leiðarlýsing frá Eyvindarholti Hill House og Cabins

Reynisfjara er um það bil 66 kílómetrum fyrir austan Eyvindarholt. Áður en komið er að Vík er beygt til hægri inn á Reynishverfisveg númer 215. 

Það tekur um 5 mínútur að ganga frá bílastæðinu við Svörtu Fjöruna niður í Reynisfjöru.

 

Staðsetning: GPS: 63° 24.266' -19° 02.709'

Erfiðleiki: Easy

Vegalengd (aðra leið): 300 m

Áætlaður göngutimi (aðra leið): 5 til 10 mínútur

 

Kort:

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top