Sólheimajökull nálægt Vík í Mýrdal og Skógum

Sólheimajökull er syðsti hluti Mýrdalsjökull og um leið syðsti skriðjökull landsins. Hann er um 13 kílómetra langur og á upptök sín úr öskju eldstöðvarinnar Kötlu sem er ein af stæðstu og virkustu eldstöðvakerfum á Íslandi. Jökulinn rennur bratt niður af öskjubarminum og niður þröngan dal, alla leið niður á láglendið.

Frá jöklinum rennur jökulsá á Sólheimasandi sem sökum brennisteins fýlu er oft kölluð Fúlilækur af heimamönnum.

Sólheimajökull hefur hopað mikið á síðustu tveim áratugum eða svo. Meðal hop jökulsins er um og yfir 50 metrar á ári og áætla má að hann sé að tapa um 10 til 15 metrum af þykkt fremst á jöklinum á sama tíma á hverju ári. Upp úr síðustu aldamótum byrjaði að myndast lón fyrir framan jökulinn og hefur það stækkað mikið á undanförnum árum á sama tíma og jökulsprðurinn hefur lækkað mikið. 

Umhverfi jökulsins er fagurt og gaman að ganga að jöklinum. Hann er frábær staður fyrir þá sem vilja kynna sér hop jökla og þá landmótun sem skriðjöklar hafa haft á landslag á Íslandi í gegnum árþúsundin. 

Eins og áður segir þá er jökulinn hluti af Mýrdalsjökli sem hylur öskju eldstöðvarinnar Kötlu. En Katla hefur hlaupið fram Sólheima- og Skógasand og mótað svörtu sandana þar. Síðast kom lítið jökulhlaup frá Kötlu niður undan Sólheimajökli árið 1999. 

Leiðarlýsing frá Eyvindarholt Hill House og Cabins

Það er um 43 kílómetra akstur frá Eyvindarholti að Sólheimajökli. Þegar komið er austur fyrir brúna á Jökulsá á Sólheimasandi er beygt til vinstri inn á veg númer 221 Sólheimajökulsveg. Vegalengdin frá afleggjara við þjóðveg að bílastæði er um 4 kílómetrar. Gott bílastæði er við jökulinn.

Það tekur um það bil 30 mínútur að ganga að jöklinum frá bílastæðinu. Ekki reyna að fara á jökulinn án leiðsögumanns og gætið ykkur því fjallshíðarnar og jökuljaðarinn getur verið óstöðugur, sérstaklega í umhleypingum.

 

Staðsetning bílastæðis: GPS: 63° 31.791' -19° 22.159'

Erfiðleiki: Auðvelt að öllu jöfnu, erfiðast í hálku og snjó.

Vegalengd (aðra leið): 1,2 km

Áætlaður göngutími (aðra leið): Það er um 30 til 40 mínútu ganga að jökuljaðrinum. Það þarf að fara varlega við jökulinn þar sem jaðar hans og fjallshlíðar geta verið óstöðugar. Ekki fara á jökulinn nema með reyndum leiðsögumanni.

Kort:

 

Cookie Notice

This website uses cookies to enhance your user experience. By continuing to use this website you consent to the use of cookies.

Back to top